verpa

Sögnin verpa getur bæði beygst sterkt og veikt.

1) Kennimyndir sterkrar beygingar: verpa, varp, urpum, orpið. Nt. ég verp, þú verpur, hann verpur. Við urpum öndinni léttara.

2) Kennimyndir veikrar beygingar: verpa, verpti, verpt. Nt. ég verpi, þú verpir, hann verpir. Fuglinn verpir (einnig til fuglinn verpur). Fuglinn verpti. Fuglinn hefur verpt. Sumir segja: fuglinn er orpinn en það mun ekki vera almenn málvenja. Betra er að segja nýorpin egg en fersk egg.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki