Stigbreyting atviksorða

Atviksorð eru óbeygjanleg að öðru leyti en því að sum þeirra stigbreytast. Oft – oftar – oftast; fallega – fallegar – fallegast; sjaldan – sjaldnar – sjaldnast; lengi – lengur – lengst. Meðal þeirra eru atviksorð sem upprunalega eru hvorugkyn lýsingarorða. Þau stigbreytast eins og lýsingarorð að öðru leyti en því að sum þeirra fella niður a-endinguna í miðstigi:

frumstig miðstig efsta stig
hratt hraðar(a) hraðast
langt lengra lengst
skjótt skjótar(a) skjótast
vítt víðar(a) víðast
ört örar(a) örast
Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki