Eignarfall fleirtölu veikra kvenkynsnafnorða – reglur og orðaskrá

Við beygingu veikra kvenkynsnafnorða er aðalreglan sú að eignarfall fleirtölu endar á -na.

eintala fleirtala
nf. stúlka stúlkur
þf. stúlku stúlkur
þg. stúlku stúlkum
ef. stúlku stúlkna

Í allnokkrum tilvikum, sem helgast að meira eða minna leyti af hljóðfræðilegum takmörkunum, fellur n-ið niður og ending eignarfalls fleirtölu verður -a.

eintala fleirtala
nf. bauja baujur
þf. bauju baujur
þg. bauju baujum
ef. bauju bauja

Þessar hljóðfræðilegu takmarkanir eru eftirfarandi:

1) Orð sem enda á sérhljóði og a, flest enda þau á -ía: aría, baktería, bleia, kría, nía, olía, revía, sinfónía, sía, sjöa, spássía, stía, tía.

2) Orð sem enda á -ja nema á undan fari lokhljóðs-g eða k (sbr. bylgna, kirkna): bauja, bábilja, belja, blæja, brynja, eyja, ferja, flugfreyja, gresja, gryfja, gyðja, hárlýja, hetja, húsfreyja, hryðja, hvelja, iðja, keðja, kilja, koja, kveðja, leðja, lilja, meyja, miðja, nefja, óbyrja, óhemja, pæja, selja, smiðja, spýja, styrja, tátilja, treyja, valkyrja, venja, verja, þilja.

3) Orð sem enda á -na: appelsína, ásjóna, brenna, buna, dýna, gardína, gína, glyrna, himna, hyrna, hæna, jafna, kanína, kanna, kleina, kóróna, króna, kæna, lína, loðna, lúpína, læna, mjóna, nunna, ónefna, panna, persóna, renna, runa, rúsína, senna, sítróna, skeina, skepna, spenna, spræna, spyrna, stefna, stjarna, stuna, tína, trjóna, tunna, þerna, þynna. Þó verður kona í ef. ft. kvenna.

4) Orð sem enda á -ra: ákúra, ákæra, bára, blaðra, eggjahræra, ekra, evra, firra, fjara, gára, gildra, glæra, gæra, hjólbörur (fleirtöluorð), hóra, hæra, kerra, ístra, klóra, kytra, kæra, leira, líra, naðra, para, pera, skora, snara, snúra, sperra, spíra, súra, sýra, torfæra, tuðra, týra, vara, veira, vera, þvara. Það skal þó tekið fram að ef á undan r-inu fer sérhljóði má vel nota na-endinguna enda eru dæmi um slíkt í eldra máli. Fráfæra er t.d. alltaf fráfærna í ef. ft. og myndirnar leirna og súrna koma fyrir í örnefnum. Til samanburðar má einnig benda á veiku hvorugkynsorðin nýra og eyra sem eru nýrna og eyrna í ef. ft.

5) Orð sem enda á -va: fræva, tölva og völva.

6) Orðið stofa. Að öðrum kosti félli það saman við orðið stofn sem er stofna í ef. ft.

Veik kvenkynsnafnorð þar sem mælt er með endingunni -na í ef. ft. — flokkuð eftir endingum

BA: -ba: amaba.
-bba: gribba, nibba.
-mba: bomba, bumba, demba, hellidemba, kemba, trumba, tvílemba, þrílemba.
DA: -dda: bredda, budda, gedda, kredda, lydda, padda, skrudda.
-lda: alda, fjölskylda, kelda, skylda, snælda, spilda.
-nda: benda, blanda, blúnda, braghenda, forsenda, nýlenda, samkunda, sekúnda, sonda, spanda, vinda.
ÐA: -ða: afleiða, ábreiða, ástríða, ástæða, ballaða, blaðsíða, blíða, breiða, brúða, eggjarauða, eyða, fuglahræða, glæða, gráða, greiða, hlaða, hljómkviða, hræða, hviða, iða, kringumstæður (fleirtöluorð), kviða, lúða, læða, niðurstaða, óreiða, rafhlaða, rúða, ræða, samræða, síða, skriða, slæða, staða, stæða, tróða, túða, umræða, viðræða.
-gða: bugða, tregða.
-rða: furða, orða, snurða, spyrða, varða.
FA: -fa: drífa, dúfa, fífa, gáfa, glufa, grafa, gufa, hjásvæfa, hrífa, hrufa, húfa, ídýfa, kofa, krafa, kæfa, óhæfa, ólífa, rifa, rófa, skafa, skeifa, skífa, skrofa, skrúfa, skræfa, slaufa, tófa, tæfa, útgáfa, veifa, vofa, þúfa.
-ffa: lúffa, skúffa.
-lfa: elfa, heimsálfa, kylfa.
-rfa: herfa, karfa, lirfa, torfa.
GA: -ga: ambaga, atlaga, baga, bréfalúga, eiga, flaga, fluga, hrúga, kvíga, lega, leiga, lúga, plága, saga, smuga, sviffluga, tillaga, undanþága, þrúga, þvaga.
-ðga: mæðgur (fleirtöluorð).
-gga: kröggur (fleirtöluorð), lögga, rugga, tugga, vagga.
-lga: bólga, felga, fúlga, ólga.
-nga: bunga, bringa, fjallganga, ganga, gunga, langa, nálastunga, samgöngur (fleirtöluorð), slanga, sprunga, stunga, tunga, þvinga.
GJA: -gja: beygja, slægja, teygja, tægja.
-ggja: áhyggja, bryggja.
-lgja: bylgja, fylgja, hljóðbylgja, sylgja.
-ngja: dyngja, jarðsprengja, lengja, pyngja, sprengja.
KJA: -kja: bleikja, flækja, gráfíkja, hækja, íkveikja, krækja, rekja, rækja, skækja, sleikja, sliskja, tekja, ýkja, þekja.
-kkja: bikkja, drykkja, ekkja, lykkja, rekkja, skekkja, skikkja, snekkja.
-rkja: kirkja.
-skja: askja, manneskja, ófreskja, sveskja.
-rskja: ferskja.
KA: -ka: andvaka, baka, eka, flatbaka, flatkaka, haka, handtaka, inntaka, kaka, kjúka, klíka, kráka, leðurblaka, loka, lúka, myndataka, reka, roka, samloka, skaka, skjaldbaka, smjörskaka, staka, stika, stroka, stúka, taka, tvíbaka, upptaka, vaka, vika, þoka.
-ðka: blaðka, hreðka.
-kka: brekka, dúkka, hjúkka, hrukka, klukka, krukka, rauðsokka, sakka, skrukka.
-lka: álka, spelka, stúlka.
-nka: frænka, pjönkur (fleirtöluorð).
-rka: agúrka, gúrka, harka, purka.
-ska: flaska, ljóska, tíska, tuska.
LA: -la: borhola, bóla, bræla, deila, dula, dæla, fjóla, fæla, gála, gæla, hola, hula, hvíla, íla, keila, kola, kúla, míla, næla, píla, rola, róla, sala, sála, skjóla, skýla, skæla, spóla, stæla, súla, svala, tala, uppsala, útsala, vala, veila, þula, æla.
-bla: rúbla.
-dla: mandla.
-ðla: daðla, eðla, fiðla, núðla.
-fla: holskefla, kartafla, skófla, stífla, sveifla, tafla, vöflur (fleirtöluorð).
-ffla: griffla, taffla, vaffla.
-gla: beygla, mygla, regla, sigla, ugla.
-ngla: hringla, kringla, rengla.
-kla: stikla.
-lla (dl): átylla, bjalla, bulla, della, dolla, fella, filla, frilla, fylla, gómfilla, hella, hilla, kolla, krulla, mella, ritvilla, rolla, samfella, skella, stilla, sylla, vangafilla, vella, villa.
-lla (l:): bolla, gella, julla, krulla, mylla, pilla, rúlla, sella, trilla, villa, vindmylla.
-mla: hamla, krumla, tromla.
-pla: skupla
-rla: perla, þyrla.
-sla: drusla, gæsla, sýsla, veisla.
-ðsla: afgreiðsla, bræðsla, eyðsla, greiðsla, hleðsla, leiðsla, niðurgreiðsla.
-gsla: vígsla.
-msla: geymsla.
-nnsla: brennsla, vinnsla.
-rsla: áhersla, færsla, hirsla, keyrsla, skýrsla, varsla, yfirfærsla, yfirheyrsla.
-tla: brenninetla, margfætla, pjatla, skrýtla, skutla, tætla, veggjatítla.
-ttla: pyttla.
MA: -ma: áma, bóma, fruma, glíma, gríma, koma, náma, ríma, ræma, skipakoma, þruma.
-lma: álma, filma.
-mma: amma, klemma, komma, lumma, mamma, rimma, skemma, stemma, summa, tomma, tromma.
PA: -pa: afsteypa, antílópa, ádrepa, drápa, gnípa, hamhleypa, kápa, knæpa, kúpa, marghleypa, nípa, pípa, púpa, rjúpa, samsteypa, sápa, stjúpa, súpa, svipa, túpa.
-lpa: stelpa, telpa, úlpa, vilpa.
-mpa: glompa, hempa, kempa, kompa, pumpa.
-ppa: doppa, grásleppa, kippa, klippa, kreppa, kryppa, loppa, mappa, stappa, steppa, trappa, teppa, úrklippa, þjappa.
-rpa: eldvarpa, harpa, skorpa, skyrpa, syrpa.
-spa: hespa, rispa, vespa.
SA: -sa: ausa, dræsa, glósa, gusa, hnísa, hosa, kisa, klausa, kveisa, lögleysa, peisa, peysa, reisa, rökleysa, skvísa, sósa, spúsa, vegleysa, vísa, ýsa.
-fsa: lufsa.
-gsa: flygsa.
-lsa: pulsa, pylsa.
-msa: bomsa, bremsa, romsa.
-nsa: flensa, kvensa, linsa.
-ssa: assa, brussa, byssa, blússa, dýflissa, hlussa, hryssa, jússa, kássa, klessa, messa, mussa, pressa, prinsessa, sessa, skessa, skissa, skyssa, trossa.
TA: -ta: áta, áveita, beita, breyta, dýraæta, eggjahvíta, farþegaþota, fata, flauta, fleyta, fyrirsæta, gata, gáta, gjóta, grasæta, greiðslunóta, grænmetisæta, gætur (fleirtöluorð), heimasæta, herþota, hitaveita, hneta, hrota, hvíta, jarðýta, jata, jurtaæta, káeta, lota, mannæta, mínúta, múta, nóta, plata, pláneta, púta, rafveita, ráðgáta, rita, rúta, sáta, seta, skata, skjáta, sónata, sprauta, spýta, spæta, strýta, svíta, táta, tilgáta, tota, vatnsveita, veita, ýta, þota, þræta, æta.
-fta: lyfta, vifta, þófta.
-kta: skekta.
-lta: bylta, gylta, kelta, kjalta, sulta, velta.
-mta: gjaldheimta, innheimta.
-nta: mynta, piparmynta, planta, renta, svunta, trunta.
-rta halakarta, murta, skyrta, sturta, terta, urta, varta.
-sta: kista, kærasta, orrusta, rista, unnusta, veisluþjónusta.
-tta: átta, bretta, bytta, engispretta, fetta, flétta, gretta, hetta, hugdetta, hætta, klarínetta, motta, raketta, rotta, saumspretta, silfurskotta, sígaretta, skvetta, skytta, sletta, slétta, stytta, tútta, uppfletta, uppspretta, uppstytta.
XA: -xa: buxur (fleirtöluorð), nærbuxur (fleirtöluorð), sokkabuxur (fleirtöluorð), stuttbuxur (fleirtöluorð).
Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki