Aðlögun tökuorða

Hér koma fáein minnisatriði um aðlögun tökuorða að íslensku.

1) Þegar um er að ræða nafnorð þarf fyrst að átta sig á því hvaða málfræðikyn hentar (kk., kv., hk.) því að þá fylgir beyging sjálfkrafa á eftir. Skynsamlegt getur verið að fara yfir beygingu orðsins í öllum föllum og báðum tölum og með greini. Komið geta í ljós agnúar sem gott er að vita strax um.

2) Það þarf að sjá til þess að ekki séu hljóð eða hljóðasambönd í orðinu sem ekki eiga sér fyrirmyndir í eldri íslenskum orðum (t.d. danskt y, enskt w, sh o.s.frv.).

3) Ritháttur: taka verður afstöðu t.d. til þess hvort ritað er i eða í, u eða ú, o eða ó o.s.frv. Best er að halda sig við stafi úr íslenska stafrófinu.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki