cayenne

Íslenskun erlendu orðanna er kajennduft, kajennpipar, smápipar; þurrkað og fínmalað rautt duft úr ýmsum paprikutegundun, fyrrum úr óblandri eldpapriku; oftast mjög sterkt af því að fræin eru möluð með aldinunum. Kajennduft er í raun eldpaprikuduft og yfirleitt má nota það í stað indverskrar eða kínverskrar eldpapriku. Upphaflega var heitið notað um ákveðið afbrigði eldpapriku, sem ræktuð var í grennd við Cayenne í Frönsku-Gíneu en þar er engin paprikurækt lengur.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki