Eystrasaltsríkin

Eystrasaltsríkin eru þrjú: Eistland, Lettland og Litháen. Síður skyldi kalla þau baltnesku ríkin. Í málvísindum eru lettneska og litháíska nefnd baltnesk mál en eistneska er hins vegar óskyld þeim. Í þessum skilningi eru Lettar og Litháar vissulega baltneskar þjóðir en það á alls ekki við um Eista.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki