skemur / skemmra

Skemur er miðstig atviksorðsins skammt og merkir: í styttri tíma. Skemmra er miðstig lýsingarorðsins skammur í hvorugkyni og merkir: styttra. Það er því annars vegar rétt að segja hún dvaldi skemur en áður og hins vegar það leið skemmra en áður (= það leið skemmri tími en áður) en  ekki það leið skemur en áður (enda er ekki hægt að segja það leið í styttri tíma en áður). Einnig er rétt að segja búvörulögin ganga skemmra en búist var við en ekki búvörulögin ganga skemur en búist var við.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki