Ópal / Tópas

Sælgætið Ópal og Tópas er ýmist haft í karlkyni eða hvorugkyni. Orðin eru karlkennd þegar átt er við heila Ópal- eða Tópaspakka. Ég ætla að fá einn grænan Tópas og einn bláan Ópal. Orðið pakki (kk.) er þá undanskilið. Þegar átt er við innihaldið eingöngu er það hvorugkennt: Fáðu þér eitt Ópal (þ.e. eitt stykki). Má ég fá tvö til að pipra ekki?

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki