úrdráttur / útdráttur

Orðið úrdráttur er notað yfir ákveðið stílbragð sem felst í því að nota veikara orðalag en efni standa til. Það er ekki mjög kalt hérna, í merkingunni: það er heitt hérna. Þetta var ekki sem verst, í merkingunni: þetta var mjög gott. Orðið merkir hins vegar ekki ágrip eða yfirlit, slíkt nefnist útdráttur.

Þegar dregið er í happdrætti er bæði hægt að nota orðið útdráttur og úrdráttur, frekar er þó mælt með fyrra orðinu.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki