-bekkingur

Hefð er fyrir því að segja fyrstubekkingur en ekki fyrstibekkingur (sbr. þriðjudagur, fimmtudagur en ekki þriðjidagur, fimmtidagur). Á sama hátt er hefð fyrir orðunum: þriðjubekkingur, fjórðubekkingur, fimmtubekkingur, sjöttubekkingur, sjöundubekkingur, áttundubekkingur, níundubekkingur, tíundubekkingur. Algengara er að nota þessi orð í fleirtölu en eintölu: Fyrstubekkingar eru eftir hádegi í skólanum en þriðjubekkingar fyrir hádegi.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki