heimild

Þegar orðið heimild er notað sem fyrri hluti samsetts orðs kemur til greina að nota eignarfall eintölu eða eignarfall fleirtölu, allt eftir því hvað býr að baki orðinu. Heimildarleysi: eignarfall eintölu vegna þess að maður sem gerir eitthvað í heimildarleysi gerir það án heimildar (et.). Heimildaskrá: eignarfall fleirtölu vegna þess að um er að ræða skrá yfir margar heimildir.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki