vegur

Eignarfallið vegar hefur ekki ávallt sömu merkingu og eignarfallið vegs.

1) Vegar er eignarfall af vegur þegar orðið merkir merkir: leið o.s.frv. Færa til betri vegar.

2) Vegs er eignarfall af vegur þegar orðið merkir: heiður. Komast til vegs og virðingar. Hafa veg og vanda af einhverju.

Samt sem áður getur vegs komið fyrir í samsetningum á borð við heitið Laugavegsapótek.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki