veita

Sögnin veita stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli eftir merkingu.
Þegar sögnin stýrir þolfalli merkir hún afhenda, láta í té og samsvarar nafnorðinu veiting: veita peninga til einhvers verks (sbr. fjárveiting), veita vín í veislu (sbr. vínveitingar).
Þegar sögnin stýrir þágufalli merkir hún frekar dreifa og samsvarar nafnorðinu veita: veita vatni á akra. (sbr. áveita), veita rafmagni um dreifikerfi borgarinnar (sbr. rafveita).

Þegar sagt er að miklum fjármunum hafi verið veitt til verkefnis (í stað: miklir fjármunir hafa verið veittir til verkefnisins) er e.t.v. um að ræða áhrif frá sagnorðinu verja (miklum fjármunum hefur verið varið til verkefnisins) en aðrir líta á þetta sem myndmál þar sem líkingin sé sótt til áveitu.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki