virka / verka

Fyrr á árum var amast við notkun sagnarinnar virka og hún sögð dönskusletta. Í staðinn var mælt með sögninni verka. Sagnirnar merkja raunar ekki alltaf það sama. Merking þeirra fellur þó saman þegar þær þýða: hafa áhrif á. Lyfið verkar(=virkar) nokkuð vel. Myndirnar verkuðu (=virkuðu) undarlega á mig. Í öðrum tilvikum er munur á, t.d. Hvernig virkar síminn? Hann virkar vel. Hvernig virkar þessi vél eiginlega? Hún virkar þannig að öðrum megin fer hráefnið inn og hinum megin kemur fullunnin vara út.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki