ó-viðskeyti

Í talmáli er viðskeytið -ó mikið notað til að stytta löng orð og hefur lengi verið svo. Stytt er á þann hátt að ó-inu er skeytt aftan við fyrsta atkvæði orðsins: halló (hallærislegur), púkó (púkalegur), sveitó (sveitalegur), strætó (strætisvagn), tyggjó (tyggigúmmí), Iðnó (Iðnaðarmannahúsið) o.fl. Ekki er hægt að mæla með slíkri orðmyndun vilji menn vanda mál sitt.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki