von

Orðasambandið eiga von á einhverju er nú yfirleitt notað í svipaðri merkingu og orðasambandið búast við, þ.e. úr tengslum við merkingu orðanna von og vona. Ég á von á rigningarsumri. Þetta getur verið neyðarlegt og jafnvel meiðandi, t.d. í setningum á borð við: hann á jafnvel von á að að fleiri hafi farist í jarðskjálftanum. Orðið von hefur skýra merkingu í málinu og þ.a.l. getur verið óheppilegt að nota orðasambandið eiga von á einhverju þegar um eitthvað slæmt er að ræða. Sbr. sögnina vænta.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki