bíð/bíður / býð/býður

Ekki er sama hvort ritað er bíð, bíður eða býð, býður.

1) Orðmyndirnar bíð og bíður eru nútíðarmyndir sagnarinnar bíða í eintölu: ég bíð eftir þér, þú bíður eftir mér, hann bíður eftir okkur.

2) Orðmyndirnar býð og býður eru nútíðarmyndir sagnarinnar bjóða í eintölu: ég býð þér í mat, þú býður mér í mat, hann býður okkur í mat.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki