birgja / byrgja

Athuga að rugla ekki samam sögnunum birgja og byrgja.

1) Sögnin birgja (birgði, birgt) finnst aðallega í sambandinu birgja sig upp og merkir: afla sér forða. Hún er skyld sögninni bjarga.

2) Sögnin byrgja (byrgði, byrgt) merkir: loka eða hylja. Hún er skyld nafnorðinu borg.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki