kleifur / kleyfur

Það er ekki sama hvort ritað er kleifur eða kleyfur.

1) Lýsingarorðið kleifur (kleif, kleift) merkir: fær, gerlegur (gera kleift, illkleift, ókleift) og er skylt sögnunum klífa og klifra.

2) Lýsingarorðið kleyfur (kleyf, kleyft) merkir kljúfanlegur (kleyfur viður) og er skylt orðunum kljúfa ogklauf.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki