leiti / leyti

Ekki er sama hvort ritað er leiti eða leyti.

1) Leiti merkir: hæð, hóll (sbr. leiti bar í milli þeirra, á næsta leiti (merkir: á næstu grösum, innan skamms), kennileiti).

2) Leyti merkir: a) hluti, tillit (sbr. að meira og minna leyti, að nokkru leyti, að verulegu leyti, að öllu leyti); b) tími (sbr. um þetta leyti, um eittleytið, um jólaleytið).

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki