raðtala

Það er ekki íslensk ritvenja að blanda saman tölustöfum og bókstöfum við ritun á raðtölum eins og tíðkast í ensku. Frekar en að skrifa: 1sti, 2nnar, 3ji, 4ði, 5ti o.s.frv. ætti annaðhvort að skrifa með bókstöfum eingöngu: fyrsti, annar, þriðji, fjórði, fimmti, eða tölustöfum og punkti: 1., 2., 3., 4., 5.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki