þíða / þýða

Orðin þíða og þýða eru tvær ólíkar sagnir.

1) Sögnin þíða (þíddi, þítt) merkir: láta þiðna, bræða. Það þarf að þíða rækjurnar áður en þær fara í réttinn.

2) Sögnin þýða (þýddi, þýtt) merkir: snúa úr einu máli á annað; merkja; gagna. Hún þýddi bókina úr frönsku yfir á íslensku. Hvað þýðir þetta orð? Þetta þýðir ekki neitt.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki