afrétt / afréttur

Orðið afrétt er kvenkynsorð. Norðlensk málvenja um sumarbeitiland, t.d. Hofstaðaafrétt. Samsvarandi orð sunnanlands er í karlkyni, afréttur, t.d. Hrunamannaafréttur. Orðið rétt (fjárrétt, hestarétt) er í kvenkyni um allt land.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki