vel

Orðið vel getur annaðhvort verið atviksorð eða forskeyti. Sem atviksorð stendur það eitt og sér en sem forskeyti áfast við annan orðhluta. Til að átta sig á því hvort um er að ræða, þ.e. hvort rita eigi eitt eða tvö orð, má setja atviksorðin lítt eða illa í staðinn fyrir vel. Ef úr verður tæk setning við þessi skipti er vel atviksorð, annars forskeyti. Því ritum við annars vegar vel bakaður, vel farinn, vel gerður, vel liðinn, vel menntaður, vel þekktur en hins vegar velferð, velkominn, velmegun, velvild.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki