dagar

Allir dagar ársins, hvort sem þeir eru hátíðisdagar eða einhverjir aðrir dagar, eru ritaðir með litlum staf: sunnudagur, sumardagurinn fyrsti, jóladagur, annar í jólum, þrettándinn, skírdagur, föstudagurinn langi, sjómannadagurinn, öskudagur, dagur íslenskrar tungu, háskóladagur, dagur frímerkisins, alþjóðlegi staðladagurinn, umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna o.s.frv.
Undantekning frá þessu er ef nafn dagsins er dregið af sérnafni: Þorláksmessa, Jónsmessa, Mikjálsmessa.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki