deild

Betur fer á því að rita nöfn deilda, sviða, brauta og skora með litlum staf ef um samnöfn er að ræða: dagskrárdeild, röntgendeild, tölvudeild, þjónustudeild, fjármálasvið, þróunarsvið, eðlisfræðibraut, líffræðiskor o.s.frv. Þetta á ekki við ef orðið er dregið af sérnafni, t.d. Vesturlandsdeild, Norðurlandasvið o.s.frv., eða ef litið er á það sjálft sem sérnafn, t.d. Asparlundur (um deild á leikskóla).

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki