nefnd / stjórn / ráð

Aðalreglan er sú að nöfn nefnda, stjórna og ráða eru rituð með litlum staf: fjárlaganefnd, heilbrigðisnefnd, kristnitökunefnd, sóknarnefnd, úrskurðarnefnd félagsþjónustu, úrskurðarnefnd jafnréttismála, bæjarstjórn, borgarstjórn, bæjarráð, fimmmannanefnd, landbúnaðarnefnd Alþingis, flugráð, læknaráð Landspítalans, ríkisstjórn Íslands, samkeppnisráð, samstarfsráð, skipulagsstjórn ríkisins, skólaráð Lögregluskóla ríkisins, tryggingaráð, valnefnd, tölvunefnd, útvarpsráð, vísindamannaráð Almannavarna ríkisins, vísindasiðanefnd o.s.frv.
Þessi regla á ekki við þegar nöfnin eru í raun heiti á stofnun: Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Landsnefnd Alþjóðaverslunarráðsins, Stjórnarráð Íslands, Verslunarráð Íslands.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki