skammstöfun

Ef setning endar á skammstöfun þarf ekki að setja annan punkt til að marka lok setningarinnar.

Þegar verið er að skammstafa fleiri en eitt orð er hefð fyrir því að hafa ekkert bil á eftir punkti inni í skammstöfuninni, þ.e. ef orðin eru skammstöfuð með einum bókstaf. Dæmi: t.d., t.a.m., o.s.frv. Ef  orð er á hinn bóginn skammstafað með fleiri en einum bókstaf skal haft bil á eftir punktinum. Dæmi: þús. kr., millj. kr., ma. kr.

Í samfelldu rituðu máli fer best á að hafa skammstafanir sem fæstar. Sérstaklega fer illa ef skammstöfuð eru fallorð. Hann ráðlagði frkvstj. að segja af sér. Frkvstj. baðst undan því í lengstu lög. Hefð hefur hins vegar skapast um skammstafanir nokkurra orða og orðasambanda sem sjaldnast eru skrifaðar fullum fetum í samfelldu máli: t.d., þ.e.a.s., þ.e., o.s.frv., o.fl., u.þ.b., s.s. og ýmsar fleiri.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki