aðili

Athuga að ofnota ekki orðið aðili. Fremur: tveir voru í bílnum, síður: tveir aðilar voru í bílnum. Fremur: sá sem rekur verslunina, síður: rekstraraðili verslunarinnar.
Oft eru til góð og gegn orð í málinu sem fara mun betur en ýmsar samsetningar með orðinu aðili. T.d. fer mun betur á að segja ábyrgðarmaður, dreifandi, eigandi, hönnuður, innheimtumaður, seljandi, útgefandi en ábyrgðaraðili, dreifingaraðili, eignaraðili, hönnunaraðili, innheimtuaðili, söluaðili, útgáfuaðili.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki