auka (so.)

Sögnin auka er notuð bæði í jákvæðu og neikvæðu samhengi. Þeir auka vinsældir sínar með þessum aðgerðum. Þeir auka kostnaðinn með mistökum sínum. Ef sagt er auka á eitthvað er merkingin fremur í áttina við að magna eitthvað óæskilegt, t.a.m. þessir atburðir auka á vandann.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki