bil

Bæði er hægt að segja á bilinu og í bilinu, það merkir hins vegar ekki það sama. Ef um er að ræða kvarða er sagt á bilinu: hann er á bilinu 20 til 30 ára gamall. Sé hins vegar verið að tala um eyðu er sagt í bilinu: það verður að koma fyrir einangrun í bilinu á milli bitanna.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki