fyrr / síðar

Orðasambandið hvorki fyrr né síðar er farið að merkja eitthvað í líkingu við: aldrei fyrr. Því eru farnar að heyrast setningar á borð við: hvorki fyrr né síðar hefur eins hæfileikaríkur einstaklingur komið fram á sjónarsviðið og sá sem nú tekur til máls. Samkvæmt upprunalegri hugsun á bak við orðasambandið er þetta ekki fyllilega rökrétt setning. Strangt til tekið er aðeins hægt að nota orðasambandið þegar verið er að tala um eitthvað í fortíðinni: hvorki fyrr né síðar hefur eins hæfileikaríkur einstaklingur komið fram á sjónarsviðið og sá sem tók til máls þetta kvöld fyrir hartnær einni öld.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki