gæði

Athuga muninn á merkingu íslenska orðsins gæði (skylt góður) og erlendu orðanna kvalitet, quality o.s.frv. sem borið geta fremur hlutlausa merkingu: eiginleikar. Í íslensku er unnt að tala um góða eiginleika en illa er talið fara á orðalaginu góð gæði og léleg gæði. Fremur: mikil gæði, lítil gæði.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki