kveða / kveðja

Athuga að rugla ekki saman sögnunum kveða og kveðja. Nokkur dæmi um notkun:

Kveða
Ummæli: Þeir kváðu sig reiðubúna. Þeir kváðust reiðubúnir. Hann kvað vera kominn.
Kveða á um. Reglurnar kveða skýrt á um þetta.
Kveða eitthvað upp. Hún kvað upp dóm.
Kveða upp úr. Þær kváðu upp úr með þetta eða um þetta.
Kveða við annan tón. Í yfirlýsingunni kvað við annan tón.

Kveðja
Kvaðning: Hún kvaddi þá til fundar. Þeir voru kvaddir til fundar. Hún hefur kvatt saman fund.
Kveðja dyra. Hann kvaddi dyra.
Kveðja sér hljóðs. Tveir hafa kvatt sér hljóðs.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki