mælir

Í ríkum, miklum, verulegum, töluverðum, litlum mæli. Séu fyrrnefnd lýsingarorð í miðstigi heyrast tvær beygingar: í ríkara (meira, minna) mæli og í ríkari (meiri, minni) mæli. Fyrri beygingin er fornleg, hin síðari í samræmi við beygingar í nútímamáli. Eldri beygingin veldur því e.t.v. að sumir telja að í orðasambandinu komi fyrir hvorugkynsorðið mæli (rödd, rómur, málfar; orðspor, eitthvað sem sagt er). Svo er ekki; þetta er karlkynsorðið mælir.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki