ráðgast / ráðskast

Varast skyldi að rugla saman sögnunum ráðgast og ráðskast.

1) Sögnin ráðgast merkir: leita ráða. Ráðgast við einhvern, þ.e. leita ráða hjá einhverjum.

2) Sögnin ráðskast merkir: stjórna, ráða. Ráðskast með einhvern, þ.e. stjórna einhverjum.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki