yfirtaka / taka yfir

Það er ekki talið vandað málfar að segja að einhver taki yfir eða yfirtaki t.a.m. starfsemi, samninga, rekstur. Sveitarfélög tóku yfir rekstur grunnskóla. Fyrirtækið yfirtók verslunina. Fremur: taka við, taka að sér, taka í sínar hendur o.fl. eftir atvikum. Sveitarfélög tóku við rekstri grunnskóla. Sveitarfélög tóku að sér að reka grunnskóla. Sveitarfélög tóku rekstur grunnskóla í sínar hendur.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki