af

Orðasambönd með forsetningunni af

Afl: Af öllu afli. Hann barði í borðið af öllu afli.
Afnot: Hafa afnot af einhverju. Þau hafa afnot af bílnum þegar þeim hentar.
Ánægja: Hafa ánægju af einhverju. Þau hafa mikla ánægju af heimsóknum barnabarna sinna.
Ástæða: Af einhverri ástæðu. Hún fór ekki af neinni sérstakri ástæðu.
Birgja: Birgja sig upp af (einnig að) einhverju. Hann birgir sig upp af matvælum.
Gagn: Hafa gagn af einhverju. Hún hefur mikið gagn af bókinni sem þú lánaðir henni.
Gaman: Hafa gaman af einhverju. Þeir hafa gaman af fótbolta.
Ganga: Ganga af einhverjum dauðum. Þeir fóru nærri því að ganga af honum dauðum.
Hálfa: Af hálfu einhvers. Þetta er afgreitt mál af minni hálfu.
Heiður: Eiga/fá/hljóta heiðurinn af einhverju. Hún átti heiðurinn af allri endurbyggingunni.
Mark: Leggja eitthvað af mörkum. Allir lögðu sitt af mörkum til söfnunarinnar.
Megn: Af fremsta megni. Hann reyndi af fremsta megni að gera henni til hæfis.
Mynd: Mynd af einhverju. Þessi mynd er af fjölskyldunni.
Ráð: Af ásettu ráði. Hann rakst utan í hana af ásettu ráði.
Sem: Það sem af er. Það sem af er þessu ári hefur salan gengið ágætlega.
Tilefni: Af einhverju tilefni. Efnt var til fagnaðar af engu tilefni. Í tilefni af einhverju. Við fórum út að borða í tilefni af verklokum.
Vilji: Af fúsum og frjálsum vilja. Þau tóku verkið að sér af fúsum og frjálsum vilja.
Vit: Gera eitthvað af viti. Það er ekki hægt að segja að hann tali af miklu viti.
Vottur: Vottur af einhverju. Það er örlítill vottur af mari á fingrinum.

Sjá einnig grein um forsetninguna .

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki