fólk

Orðið fólk vísar til margra þótt það standi sjálft í eintölu. Beygingin miðast við form orðsins, þ.e. eintöluna, fremur en merkingu þess. Allt fólkið, sem ég talaði við, ætlaði út að skemmta sér, svo sagði það a.m.k. (ekki: allt fólkið, sem ég talaði við, ætluðu út að skemmta sér, svo sögðu þau a.m.k.).

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki