hvorki … né / ekki … né / eigi … né

Samtengingin hvorki … né er svokölluð fleyguð samtenging; nafnið er dregið af því að venjulega er eitt eða fleiri orð á milli hvorki og .
Hann gat hvorki hreyft legg né lið. Skorti þar þá hvorki vist né drykk góðan.

Einnig eru til samtengingarnar ekki … né og eigi … né:
Geitir kvaðst eigi nenna né vilja drepa hendi við svo miklum sæmdum. Ráðuneyti má eigi á stofn setja né af leggja nema með lögum.

Skorti þar nú ekki vápn né væna gripi. Hann var ekki fyrir áflog né illindi.

Athuga seinni lið tengingarinnar; tengingin verður hálfmáttlítil þegar sagt er: hvorki Jón eða Pétur, í stað: hvorki Jón né Pétur.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki