maður / manns

Oft er eignarfall eintölu af orðinu maður (þ.e. manns) notað á eftir töluorðum. Tala sagnarinnar, sem á eftir kemur, ræðst af töluorðinu en ekki af manns. Eitt þúsund manns hefur flúið að heiman. Mörg þúsund manns hafa flúið að heiman. Tuttugu þúsund manns hafa séð sýninguna. Tuttugu og eitt þúsund manns hefur séð sýninguna.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki