mikið (ao.)

Allajafna er orðið mikið talið til lýsingarorða, þ.e. hvorugkyn eintölu af mikill. Orðið mikið getur þó líka verið atviksorð og er því engu síðri kostur en atviksorðið mjög í eftirfarandi setningum: framkoma hans var mikið umtöluð, það var mikið gaman, atburðirnir fengu mikið á hana.

Til áherslu miðstigs lýsingar- og atviksorða er hægt að velja milli þess að nota mikið eða miklu. Sömuleiðis er val á milli orðanna lítið og litlu. Hann er miklu skemmtilegri en hún. Þú gerir þetta mikið betur en ég.  Þau eru litlu betri en annað fólk. Hann fór lítið skemmra áleiðis í dag en í gær.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki