samræmi í tíðum

Gott er að gæta samræmis í notkun nútíðar og þátíðar í aðal- og aukasetningum nema merking krefjist annars í undantekningartilvikum.
Báðar sagnir í nútíð: Hann leggur til að þeir fari í verkfall.
Báðar sagnir í þátíð: Hann lagði til að þeir færu í verkfall.
Nútíð fylgir núliðinni tíð: Hann hefur lagt til að þeir fari í verkfall.
Þátíð fylgir þáliðinni tíð: Hann hafði lagt til að þeir færu í verkfall.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki