tölusamræmi

Í setningum á borð við: á annan tug umsókna barst/bárust virðist ekkert málfræðilegt frumlag (fallorð í nefnifalli) að finna, því verður að láta tilfinninguna fyrir merkingarlegu frumlagi ráða til að ákveða hvort sögnin í setningunni á að vera í eintölu eða fleirtölu. Fleiri setningar af svipuðum toga eru t.a.m.: langt undir einni milljón manna lét/létu lífið, vel yfir eitt þúsund gosflaskna brotnaði/brotnuðu, innan við eitt hundrað sundmanna kom/komu til keppni.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki