tölur / tölubeyging

Tölur geta haft áhrif á tölubeygingu annarra orða í setningum. Beyging miðast að jafnaði við niðurlag töluorðsins, þ.e. síðustu tölu sem nefnd er. Ein komma átta (1,8) milljónir eru í vanskilum. Átta komma ein (8,1) milljón er í vanskilum. Fjörutíu og sjö komma fimm (47,5) prósent styðja flokkinn. Áttatíu og eitt (81) málverk er á sýningunni. Fjörutíu og einn (41) maður var yfirheyrður. Í glasinu er 16 og hálft (16 1/2) gramm af sykri.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki