allt að

Líta má á orðin allt að sem atviksorðslið, sem ekki stýrir falli, líkt og upp undir og hátt í. Samkvæmt því má segja:  herbergið er allt að fjórir metrar (nf.) á lengd, hún drekkur allt að þrjá bolla (þf., andlag sagnarinnar drekka) af kaffi á dag.
Önnur leið er að líta á allt sem atviksorð og sem forsetningu sem stýri þágufalli. Samkvæmt því má segja: herbergið er allt að fjórum metrum (þg.) á lengd, hún drekkur allt að þremur bollum (þg.) af kaffi á dag.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki