baka (so.)

Sögnin baka tekur með sér andlag í þolfalli en óbeint andlag í þágufalli. Hún bakar brauð (þf.) á hverjum degi. Þau voru alltaf að baka einhver vandræði (þf.). Hann hefur bakað henni (þg.) gífurlegar áhyggjur (þf.) í gegnum tíðina.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki