blanda (so.)

Sögnin blanda stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli. Blanda einhverju (þg.) saman. Hann blandaði öllum efnunum saman. Blanda einhverju (þg.) út í (saman við) eitthvað annað. Hún blandaði vatni saman við deigið. Blanda eitthvað (þf.). Þjónninn blandaði drykki handa þeim.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki