brenna (so.)

Sögnin brenna stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli, allt eftir merkingu. Það merkir t.d. ekki það sama að segja ég brenndi timbur í gær og ég brenndi timbri í gær. Sé ætlunin að eyða í eldi stýrir sögnin þolfalli: brenna timbur, rusl, ónýt föt, ýmislegt drasl. Ef hins vegar ætlunin er að nota eitthvað til eldsneytis stýrir sögnin þágufalli: brenna timbri, olíu, bensíni, kolum.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki