slíta / samvistir / samvist

Sögnin slíta stýrir ýmist þolfalli eða þágufalli. Sé um það að ræða að slíta eitthvað í sundur, band, snúru, taug, stýrir sögnin þolfalli: Hann sleit bandið (í sundur). Ef hins vegar á að stöðva eða ljúka einhverju stýrir sögnin þágufalli: Hún sleit fundi, viðræðum, þingi, sambandinu, trúlofuninni. Orðið samvistir er sér á báti því að bæði virðist vera hægt að slíta samvistir (þf.) sem og samvistum (þg.).

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki